top of page
Search
Writer's pictureRúnar Örn

Sjalla lalla la...

Updated: Jan 17, 2019

Eins og áður sagði var sveitapiltsins draumurinn að verða plötusnúður í Sjallanum á Ísafirði, það var hið háleita markmið.  Eftir að hafa spilað um hríð í hinum ágæta skemmtistað inni í firði lá leiðin út í bæ, því frést hafði að strákurinn gæti spilað tónlist fyrir eldra fólkið (ekki bara búmm búmm tónlist) og tók ég þá nokkur kvöld í Krúsinni, en Sjallinn og Krúsin voru jú rekin af sama eiganda á þessum árum og hófst þar með vinna mín hjá honum Dúa, eða Steinþóri Friðrikssyni, en fyrir hann starfaði ég nánast sleitulaust sem plötusnúður í nær ellefu ár, og geri aðrir betur !

Fyrst um sinn var ég semsagt geymdur í Krúsinni, því að ég hafði fundið fjölína með því að spila gömlu góðu lögin sem virkuðu á "ellismellina" sem mættu á böllin (afsakið orðbragðið kæra gamla fólk :-)

Fljótlega æstust þó leikar og ég fór jöfnum höndum að spila í Sjallanum, ásamt því að spila í Krúsinni lika, og var að sjálfsögðu alsæll með þetta allt saman, enda takmarkinu loks náð. Ég var orðinn plötusnúður í Sjallanum !

Myndin er fengin að láni og er hvorki tekin í Sjallanum né Krúsinni

0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page