top of page
Search
Writer's pictureRúnar Örn

Besta "skrifstofan"

Það fer ekkert á milli mála að uppáhalds "skrifstofan" er nákvæmlega sú sem sjá má á þessari mynd. Mér líður hvergi betur en fiktandi í þessum tökkum öllum, og þannig hefur það verið lengi. Á meðfylgjandi mynd má sjá þann búnað sem ég nota t.d. á týpísku áramótaballi í Edinborgarsalnum á Ísafirði. Fremst er DJ stjórnborðið frá Pioneer sem tengt er við Samsung tölvuna fyrir miðri mynd, en hún keyrir forritið Virtual DJ sem allt snýst um.


Þessi tölva inniheldur rúmlega 20.,000 lög í dag og sá gagnabanki fer sífellt stækkandi. Með þessu forriti má t.d. stilla hraðann á lögunum svo allt passi nú betur saman o.s.frv. Einnig er hægt með því að spila tónlistarmyndbönd í stað venjulegrar hljóðskrár, og tengja svo öll herlegheitin við skjái sem gera upplifunina fyrir gestina ennþá skemmtilegri.


Til hægri er önnur Samsung tölva og er hún notuð til hinna ýmsu verka, t.d. til að sýna aukaefni, annað en tónlistarmyndbönd á skjáunum ef vill. Einnig er hún uppsett sem varatölva ef aðalvélin skyldi klikka og fyrir framan hana er því lítið "mini" Dj stjórnborð sem hægt er að grípa til í neyð. Varatölvan er því alltaf uppsett með VIrtual DJ og samskonar gagnabanka tilbún eins og aðalvélin enda veit maður jú aldrei hvenær Windows ákveður að fara í update og á balli má ekkert slíkt náttúrulega gerast: The show must go on !


Vinstra megin er svo hljóðmixerinn, sem í þessu tilviki er mixer hússins í Edinborg og þar fyrir framan Samsung spjaldtölva tengd við græjurnar og inniheldur hún meðal annars opinn Spotify aðgang ef svo ólíklega vill til að gagnabanki plötusnúðsins dugi ekki og leita þurfi á náðir Spotify eða annara tónlistarveitna.


Lengst til vinstri má svo sjá lítinn Samsung skjá sem er notaður sem monitor fyrir plötusnúðinn þannig að hann sjái hverju sinni hvað er að gerast á skjáunum sem snúa að gestunum.


Ákaflega einfalt, lítið, huggulegt og þægilegt allt saman. Langbesta "skrifstofan" !



0 comments

Comments


bottom of page