Grímuböll Ísfólksins og KFÍ
top of page
Search
  • Writer's pictureRúnar Örn

Grímuböll Ísfólksins og KFÍ

Updated: Jul 30, 2019

Hinn frábæri félagsskapur Ísfólkið, sem var ótrúlega tryggur og trúr stuðningshópur kringum Körfuboltafélag Ísafjarðar (KFÍ) til fjölda ára, hélt árleg grímuböll sem voru til styrktar félaginu. Grímuböll þessi voru, eins og áður sagði, árviss og var alltaf frábær stemming og mikil skemmtun á þessum böllum. Ísfólkið skipulagði ballið og sá um allt, að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu, og allur ágóði rann beint í starf KFÍ. Ég hef því miður ekki neinar tölur á hreinu um fjölda þessar skemmtana en þær voru allavega fjölmargar og frábærar. Nokkrir aðilar komu að því að skemmta á þessum böllum , þar á meðal Páll Óskar og fleiri. Böllin voru haldin í Krúsinni á Ísafirði og einnig í Edinborgarsalnum.

Ætíð var mikið lagt í grímubúninga og var aðdáunvert að fylgjast með metnaði og hugmyndaflugi fólks er kom að því að gera góða grímubúninga.

Víðir & Rúnar skemmtu á nokkuð mörgum af þessum grímuböllum og gáfu þeir ætíð vinnu sína til styrktar málefninu. Þessi grímuböll voru frábær skemmtun og það voru sannkölluð forréttindi að fá að taka þátt í þeim í öll skiptin og vinna með þessu frábæra Ísfólki ! Good times og takk fyrir okkur !


Meðfylgjandi mynd af undirrituðum er fengin af forsíðu BB árið 2013

Myndbandið sem fylgir var tekið á grímuballi í Krúsinnni árið áður eða 2012



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page