top of page
Search
  • Writer's pictureRúnar Örn

Og svo kom tölvan...

Updated: Jan 17, 2019

Gríðarleg bylting varð þegar ég eignaðist fyrstu PC tölvuna mína, því þá opnaðist hreinlega nýr heimur fyrir mér.  Ég gat þá tengt forláta mixerinn inn á tölvuna og tekið upp allt efnið á tölvu !  þannig var ég laus við kasettutækið og pásutakkann góða, og þá var hreinlega hægt að endurtaka eins oft og maður vildi, ef eitthvað gekk ekki upp, auk þess sem hljómgæðin voru nú allt önnur heldur en á marg-pásuðu segulbandi, sem vildi nú teygjast svolítið á í mestu átökunum.

Ég keypti tiltölulega ódýra tölvu og allt frekar ómerkilegt í henni, nema hljóðkortið.  Í það lagði ég töluverðan pening, og ef ég man þetta rétt þá kostaði hljóðkortið eitt og sér svipað og restin af tölvunni :-)

Við þetta opnaðist síðan undraheimur internetsins auðvitað líka og með því að nota upphringi-modem (já sumir muna kannski eftir þeim) þá gat maður tengst internetinu og jafnvel downloadað nýjustu lögunum af netinu !  Þetta var algjörlega geggjað.  Það tók að vísu hellings mikinn tíma að downloda fjögurra mínútna lagi, en það var ekkert að bíða eftir því, miðað við að bíða eftir sérpöntuðum hljómplötum erlendis frá, sem oftar en ekki tók nokkrar vikur.  (meira um það síðar)


0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page