top of page
Search
  • Writer's pictureRúnar Örn

RR-mix - hvaða vesen er það?

Updated: Jan 17, 2019

Eins og áður hefur komið fram, og finna má annarstaðar á þessari síðu, þá fór ég snemma að blanda saman allskyns tónlist og búa til mismunandi langar og mismunandi gáfulegar syrpur sem ég kallaði RR-mix.  Í fyrstu gerðum við þetta mikið til saman ég og Víðir vinur minn, en fljótlega varð þetta þó mitt sóló verkefni og áhugamál og hefur fylgt mér allar götur síðan.  Fyrsta eiginlega RR-mixið var gert fyrir u.þ.b. 30 árum og það nýjasta er alltaf í smíðum, því gamli er hvergi nærri hættur þessu rugli.

Það eru meira en 25 RR-mix hér á þessari síðu, en í heildina hef ég framleitt hátt í hundrað slík mix af öllum stærðum og gerðum, en mörg þeirra hafa aldrei verið opinberuð og verða aldrei, enda gæðin misjöfn eins og gengur og gerist.  Elstu RR-mixin voru, eins og áður sagði, gerð fyrir meira en 30 árum við mjög svo fornfálegan tækjakost og af hreinum vanefnum en þetta er þó allt saman til og skráð samviskusamlega í gagnabankanum góða.

Þegar ég fæ einhverja hugmynd að skemmtilegu mixi sest ég gjarnan niður og athuga hvort hugmyndin gengur upp eða ekki. Komi í ljós að þetta gæti kannsi orðið eitthvað og jafnvel virkað þá hefst vinna við að kortleggja mixið, ákvarða mögulega lengd, lagafjölda, BPM (slög á mínútu) eða hraðann á lögunum, o.s.frv.  Gangi þetta allt saman upp þá hefst hin eiginlega vinna, þ.e. að mixa lögin saman. Hraðinn ræður umfram annað þegar tvö lög eru mixuð saman en einnig þarf að huga að því að lögin falli saman að öðru leyti, t.d. tóntegund og fleira. Þegar búið er að mixa allt saman sem þarf þá hefst ákveðið skoðunarferli. Þá hlusta ég gjarnan á það sem komið er í hinum ýmsu græjum, í bílnum og með heyrnartólum og punkta hjá mé það sem þarf að lagfæra. Framkvæmi svo lagfæringarnar og að lokum þegar allt er tilbúið þá þarf að "mastera" mixið. Við masteringu er allt mixið keyrt í gegnum ákveðið ferli sem miðast að því að laga hljóminn og tryggja að level eða hávaðinn sé jafn í gegnum allt mixið.  Þegar öllu þessu er lokið þá er nýja fína mixið loksins tilbúð. Mjög algengt er að mix sem tekur klukkustund í spilun sé þannig unnið að á bakvið það liggi ca. 25-30 klukkustundir í vinnu.  Bilun ?  - ekki nokkur spurning !


0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page