top of page
Search
  • Writer's pictureRúnar Örn

Gullárin í búrinu...

Updated: Jan 17, 2019

Á þessum árum var skemmtanalífið á Ísafirði í æðislegum blóma.  Sjallinn og Krúsin voru opin og með böllum öll föstudags og laugardagskvöld, auk þess sem fimmtudagskvöldin voru frábær pöbbakvöld lika.  Allar stóru hljómsveitir þessara ára spiluðu í Sjallanum, s.s. Sálin hans Jóns míns, S S Sól, Skítamórall, Pláhnetan, og þannig mætti lengi telja.  Í Krúsinni voru svo oftar en ekki heimabönd, eins og Baldur og Margrét, Dolby, o.fl.  Þessar hljómsveitir spiluðu sitt prógramm og við snúðarnir hituðum upp fyrir þær og spiluðum okkar prógram svo þegar böndin tóku sér pásu.  Einnig voru að sjálfsögðu haldin sérstök diskótek, þar sem engin hljómsveit var, og þá áttum við strákarnir sviðið og spiluðu að sjálfsögðu pásulaust frá 11 til 3, og okkur þótti það nú bara ekkert mál.

Lengst af var félagi minn á þessum árum hann Víðir Arnarson, en okkar vinskapur og samstarf hefur haldist sleitulaust síðan þá, þó svo að við séum löngu hættir að spila á böllum, nema bara á hátíðarstundum (meira um það síðar).

Þetta voru frábær ár og alltaf miklu meira en nóg að gera hjá okkur.  Minn tími í þessum bransa (11 ár) var svo langur að fyrstu árin spiluðum við lögin af hljómplötum, en seinni hluta þessa tíma þá spiluðum við af geisladiskum, sem auðvitað var algjör bylting.

Smá tæknital:  Þar sem diskóbúrið í Sjallanum var á efri hæðinni, gekk það ekki upp að hafa plötuspilara á borði, þar sem húsið lék á reiðiskjálfi þegar hundruðir manna dönsuðu og hoppuðu sem mest þeir máttu.  Þessvegna var borðið sem plötuspilararnir stóð á í diskóbúrinu byggt á tvær stórar járnsúlur sem náðu alla leið niður á steinplötuna í kjallaranum.  Þessar súlur og borðið sjálf kom svo hvergi við neitt annað í húsinu, hvorki veggi né annað.  Á þessu borði stóðu tveir Technics SL1200 plötuspilarar, en það voru óumdeildir konungar plötuspilaranna í diskóheiminum fyrr og síðar.

Diskóbúrið góða í Sjallanum (mynd: Ljósmyndasafnið Ísafirði)

0 comments

Comments


bottom of page